Sigurður Sigurbjörnsson

Útskrifaðist sem ökukennari árið 2021

Um ökukennarann

Ég heiti Sigurður Sigurbjörnsson og er varðstjóri/aðalvarðstjóri á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Ég útskrifaðist sem ökukennari í desember 2021 og hóf í framhaldinu að starfa sem ökukennari.

Ég er einn af ökukennurunum hjá Ökuskóla 3 og einnig er ég einn af forgangsakstursþjálfurum lögreglu og kenni lögreglunemum og starfandi lögreglumönnum forgangsakstur.

Ég kenni einstaklingum á bíl sem eru að leitast eftir B-ökuréttindum og BE-kerruréttindum. Ég kenni aðallega á höfuðborgarsvæðinu en ég hef þó boðið fram þjónustu mína við ökunema í Dalabyggð á Selfossi, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri eftir nánara samkomulagi. Ástæða þess er tenging mín við þessa staði.

Hér fyrir neðan langar mig svo að birta upplýsingar um brot af því sem ég hef verið að gera síðustu ár í máli og nokkrum myndum.

Árin 2018 – 2021

Á þessum árum starfaði ég sem varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem varðstjóri í Vík í Mýrdal.

Árin 2015-2018

Þessi ár voru mér frábær. Ég starfaði sem viðskiptastjóri hjá Skeljungi og sá um sölu á áburði og olíu til bænda. Á þessum tíma var ég mikið á ferðinni og hitti marga enda var það ….

Árin 2014-2015

Þarna starfaði ég hjá Kol ehf. Kolur ehf er lítið en vel rekið fyrirtæki í Búðardal. Ég bjó ásamt fjölskyldunni í Búðardal á þessum tíma og starfaði hjá Kol ehf við skólaakstur, almenna vöruflutninga og snjómokstur á Reykjanesbraut og var það mikil og góð reynsla fyrir mig. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því sem ég fékkst við hjá Kol.

Árin 2009 – 2014

Á þessum árum starfaði ég hjá öryggis og tæknifyrirtækinu Nortek ehf.  Hjá Nortek var ég viðskiptastjóri og setti á fót umferðaröryggisdeild sem seldi umferðaröryggisvörur. Umferðaröryggisvörur eru meðal annars, keilur, umferðarljós, blikkljós, umferðarmerkingar, umferðargreinar, vegrið, víravegrið, eftirlitsmyndavélar sem lesa skráningarnúmer, löggæslumyndavélar og margt fleira. Tíminn hjá Nortek var góður og þar var gott að starfa.

Árin 1999 – 2009

Ég byrjaði í lögreglunni árið 1999 og starfaði sem almennur lögreglumaður fyrstu árin en í rúm sex ár starfaði ég sem rannsóknarlögreglumaður í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Árin 1996 – 2001

Vorið 1996 hóf ég störf sem bílstjóri hjá Austurleið hf sem á þeim árum var með sérleyfisakstur frá Reykjavík um Suðurland og allt austur á Egilsstaði. Fyrsta sumarið mitt ók ég aðallega hringferðir með erlenda ferðamenn og eftir sumarið taldist mér til að hafa ekið 9 sinnum hringveginn og þar af 4 sinnum um hinn svokallaða Vestfjarðarhring. Árin mín hjá Austurleið voru einstaklega farsæl, skemmtileg og um fram allt mjög lærdómsrík. Ég ók mikið áætlunarferðir milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði, ásamt því að aka áætlunarferðir í Landmannalaugar að ógleymdri Þórsmörk (Húsadal) þar sem Austurleið hf byggði upp ferðaþjónustu.