BE-kerruréttindi
Veitir rétt til að stjórna bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er ekki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd. Leyfð heildarþyngd bíls og eftirvagns mest 7.000 kg. Til að geta fengið kerruréttindi þarft þú að vera orðinn 18 ára og hafa gild ökuréttindi.
Kostnaður:
Kerruprófið hjá mér kostar 70.000 kr. Innifalið eru 4 verklegir ökutímar, æfingar fyrir munnlegar spurningar, kennslubifreið og kerra í kerruprófi hjá Frumherja.
Fræðslumyndband um eftirvagna
Einföld skýring á BE réttindum

Prófferlið
Tilgangur ökuprófs er að meta hvort próftaki búi yfir þeirri þekkingu, hæfni og leikni sem áskilin er til að hann geti stjórnað hlutaðeigandi ökutæki af nægu öryggi og til að fá útgefið ökuskírteini. Ökupróf til eftirvagnaréttinda er eingöngu verklegt sem er munnlegt próf, æfingar á lokuðu svæði og aksturspróf. Að loknu hverju prófi tilkynnir prófdómari próftaka hvort hann hafi staðist próf. Að jafnaði skal upplýsa próftaka strax að loknu prófi um þær villur sem hann gerði í prófinu. Standist próftaki ekki próf má hann taka próf að nýju að viku liðinni.
Æfingar á lokuðu svæði

