SIGURÐUR SIGURBJÖRNSSON – ÖKUKENNARI

Fagmennska, traust, eftirfylgni og jákvætt viðmót í ökukennslu skiptir máli.

Fagmennska, traust, eftirfylgni og jákvætt viðmót í ökukennslu skiptir máli.

  • Kenni á beinskiptan bíl
  • Kenni á sjálfskiptan bíl
  • Kenni BE kerruprófsréttindi
  • Býð uppá ráðgjöf
  • Kennir á beinskiptan bíl
  • Kennir á sjálfskiptan bíl
  • Kennir BE kerruprófsréttindi
  • Býður uppá ráðgjöf

ÖKUNÁM – B

Einfaldar útskýringar á því hvernig ökunámið gengur fyrir sig

KERRUPRÓF – BE

Vantar þig réttindi til að aka með eftirvagna sem eru þyngri en 750 kg

AKSTURSMAT

Ég tek að mér akstursmat svo þú getir öðlast fullnaðarskírteini

MEIRAPRÓF

Hefur þú áhuga á því að taka meiraprófið?

Ráðgjöf í umferðaröryggismálum.

Ráðgjöf í umferðaröryggismálum fyrir sveitarfélög og aðra.

Ráðgjöf til sveitarfélaga og annara sem vilja auka umferðaröryggi í samfélagi sínu. Það er meðal annars gert með því að taka út ákveðin svæði og koma með tillögur að úrbótum.

home-graphics-11

Fyrirlestrar um umferð og umferðaröryggi

Grunn- og framhaldsskólar

Fyrirlestrar fyrir grunn- og framhaldsskóla og einnig fyrir aðra hópa varðandi umferð og umferðaröryggi.

Algengar spurningar?

Hvenær má byrja að læra á bíl?

Þegar einstaklingur er orðinn 16 ára gamall er hægt að hefja ökunám. Byrjað er að hafa samband við ökukennara sem útskýrir hvernig ökunámi er háttað.

Beinskiptur eða sjálfskiptur?

Sé próf tekið á sjálfskipta bifreið verða ökuréttindin takmörkuð við bifreið með sjálfskiptingu. Takmörkunin kemur fram í ökuskírteini og er tilgreind með tákntölunni 78.

Þarf ég BE-Kerrupróf?

Ökumenn sem tóku almenn ökuréttindi fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa bæði B og BE réttindi. Þeir sem tóku prófið eftir 15. ágúst 1997 eru eingöngu með B réttindi og þurfa því að sækja fjóra verklega tíma hjá ökukennara og taka verklegt próf til að öðlast BE réttindi.

“Margir hræðast að gera mistök.”

“En mistök eru til þess að læra af þeim.”

“Að gera mistök þegar þú ert að læra á bíl er sönnun þess að þú ert að reyna.”

“Þegar þú ert í ökunámi hjá mér þá vil ég að þú gerir mistökin hjá mér og lærir af þeim. Þannig náum við í sameiningu að leggja grunninn að því að gera þig að öruggum ökumanni sem ber virðingu fyrir sér og öðrum í umferðinni.”

“Mistök snúast nefnilega ekki um getu.”

“Mistök eru dýrmæt reynsla.”

Ummæli viðskiptavina:

Sigurvin Þórður Viðarsson

“Siggi er frábær ökukennari og ég mæli hiklaust með því að fara til hans í ökukennslu”

Sölvi Haraldsson

“Mér fannst frábært að læra hjá Sigga. Hann er yfirvegaður og góður kennari.”

Arnar Óli Ingvarsson

“Ég mæli 100% með Sigga. Hann er skemmtilegur, rólegur og ekkert stress.”