Sigurður Sigurbjörnsson

Útskrifaðist sem ökukennari árið 2021

Um ökukennarann

Ég heiti Sigurður Sigurbjörnsson og er varðstjóri/aðalvarðstjóri á fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Ég útskrifaðist sem ökukennari í desember 2021 og hóf í framhaldinu að starfa sem ökukennari.

Ég er einn af ökukennurunum hjá Ökuskóla 3 og einnig er ég einn af forgangsakstursþjálfurum lögreglu og kenni lögreglunemum og starfandi lögreglumönnum forgangsakstur.

Ég kenni einstaklingum á bíl sem eru að leitast eftir B-ökuréttindum og BE-kerruréttindum. Ég kenni aðallega á höfuðborgarsvæðinu en ég hef þó boðið fram þjónustu mína við ökunema í Dalabyggð á Selfossi, í Vík og á Kirkjubæjarklaustri eftir nánara samkomulagi. Ástæða þess er tenging mín við þessa staði.

Hér fyrir neðan langar mig svo að birta upplýsingar um brot af því sem ég hef verið að gera síðustu ár í máli og nokkrum myndum.

Árin 2018 – 2021

Á þessum árum starfaði ég sem varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem varðstjóri í Vík í Mýrdal.

Árin 2015 – 2018

Á þessum árum starfaði ég sem viðskiptastjóri og yfirmaður þjónustuvers hjá Skeljungi. Þá keyrði ég olíubíl í frítíma og dreifði eldsneyti til bænda, bensínstöðva og skipa.

Árin 2014-2015

Á þessum árum vann ég hjá Kolur ehf í Búðardal og var sjúkraflutningamaður í Búðardal. Veturinn 2014-2015 vann ég meðal annars á snjómokstursbíl á Reykjanesbraut.

Árin 1996 – 2000

Á þessum árum starfaði ég sem hópbifreiðastjóri hjá Austurleið hf – þá hef ég ekið hópferðabifreiðum fyrir SBA-Norðurleið og Snæland Grímsson.