Í þessu myndbandi er 16 ára ökunemi í fyrsta ökutíma sínum í Reykjavík í febrúar 2022. Ökukennslubifreiðin er staðsett á Stekkjarbakka og er ætlunin að taka vinstri beygju inn í Þangbakka.

Strætisvagni er þá ekið Stekkjarbakka til suðurs til móts við kennslubifreiðina og gefur bílstjórinn stefnuljós til vinstri upp Arnarbakka.

Eitthvað virðist vagnstjóri strætisvagnsins ósáttur við staðsetningu ökukennslubifreiðarinnar og byrjar hann á því að flauta, og í stað þess að stöðva og hleypa ökukennslubifreiðinni áfram sína leið, eins og ökukennari taldi að hann myndi gera, þá ekur vagnstjórinn nálægt ökukennslubifreiði, horfir hann reiðilega á ökunemann og ökukennarann og bendir með einum fingri á höfuð sér og ekur svo áfram sína leið.

Send var ábending til Strætó bs og kom svar frá þeim þess efnis að málið hafi verið skráð og sent áfram á yfirmann umrædds vagnstjóra.