Þetta myndskeið sem er úr öryggismyndavél ökukennslubifreiðar er frá Breiðholtsbraut / Stekkjarbakka frá því í apríl 2022. 16 ára ökunemi var undir stýri og var ökukennslubifreiðin fremst á rauðu beygjuljósi af Breiðholtsbraut og inná Stekkjarbakka til norðurs. Varð ökunemanum á að drepa á bifreiðinni í fyrstu tilraun í að aka af stað.
Í kjölfarið heyrðist hátt flaut frá strætisvagni sem var bifreið númer tvö fyrir aftan kennslubifreiðina. Við það fipaðist nemanum enn frekar og drap aftur á bifreiðinni. Í kjölfarið kom aftur rautt beygjuljós. Þá ekur strætisvagnabílstjórinn vagninum yfir á akrein sem er fyrir umferð upp Breiðholtsbraut og kemur upp við hlið ökukennslubifreiðarinnar og bíður þar færis og ekur síðan yfir á rauðu ljósi inn á Stekkjarbakka.
Hringt var í stjórnstöð strætó og málið tilkynnt og var því lofað að haft yrði samband við tilkynnanda í framhaldinu. Ekki var haft samband til baka frá Strætó bs.