Í þann tíma sem ég hef starfað sem ökukennari eða frá desember 2021 hef ég orðið vitni af ótrúlegustu uppákomum og framferði almennra ökumanna í garð ökunema í ökukennslu. Eitt slíkt atvik átti sér stað í dag þegar ég og ökuneminn ókum Breiðholtsbraut til austurs móts við Víðidal.  Ekki veit ég ástæðu þess að umræddur ökumaður tekur þá ákvörðun að aka þarna fram úr ökukennslubifreiðinni en það sem ég veit er það að þetta er ólöglegt og fipaði ökunemann og skemmdi bifreiðina mína vegna þess grjótkasts sem hún varð fyrir eins og heyra má ef hljóðið er stillt upp á myndskeiðinu.

Ég biðla til allra ökumanna að sýna verðandi ökumönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni sem og öðrum, virðinu og tillitssemi. Það fæðist enginn með þessa færni eða þekkingu að aka bifreið í umferð, við höfum öll þurft að læra að aka bifreið.

Sigurður Sigurbjörnsson – ökukennari