Það var heppinn áskrifandi sem hlaut vinninginn frá Ökumaður.is á litlu jólum Blökastsins í ár. Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju með vinningin og munum við aðstoða vinningshafann við að öðlast BE ökuréttindi við fyrsta tækifæri.

Ökumaður.is óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og minnir á að hægt er að gefa kerrupróf eða ökutíma í jólagjöf. Það eina sem þarf að gera er að hafa samband og við útbúum gjafabréf fyrir þig með þínum óskum.

Gleðilega hátíð.