Það er krefjandi verkefni fyrir 16 ára einstakling að setjast undir stýri í fyrsta sinn og aka af stað út í umferðina með ökukennaranum sínum.
Þá er það enn meira krefjandi að aka í umferð þar sem aðrir ökumenn virða ekki almennar umferðarreglur líkt og stjórnandi strætisvagnsins í þessu myndskeiði gerir.
Þá reynir á ökukennarann að grípa inní og stöðva bifreiðina svo ekki verði árekstur, og útskýra í framhaldinu að atvinnubílstjórinn á strætisvagninum í þessu tilfelli hafi ekki farið eftir umferðarreglunum.